Afbrotafræði

Glósur úr afbrotafræði

63 cards   |   Total Attempts: 187
  

Cards In This Set

Front Back
  • Samstöðusjónarhornið:
  • Heldur því fram að afbrot séu ólögleg hegðun, skilgreint af ríkjandi lögum, sem endurspegla gildi og siðferði flestra þjóðfélagsþegna.
Samskiptasjónarhornið
  • Afbrot eru háð merkingu en eru ekki náttúrulega gefin staðreynd. Afbrot eru lærð í samskiptum og nánasta tengslanet er mikilvægasti áhrifavaldurinn.
átakasjónarhornið
  • Afbrot er hegðun sem er búin til svo valdamiklir einstaklingar geti haldið völdum yfir samfélaginu. Átök milli stétta, samfélagshópa.
Mala in se
  • Afbrot sem eru ill í sjálfu sér. Morð, nauðganir, ofbeldi. Brot sem breytast lítið og eru sambærileg milli tímabila.
Mala prohibitum.
  • Afbrot sem endurspegla ríkjandi siðferði, geta verið breytileg. Afbrot án fórnarlamba (fíkniefni, vændi, fjárhættuspil).
Klassíski skólinn
  • Gengur út frá því að litið er á einstaklinginn sem frjálsan og skynsaman. Mikið er lagt upp úr frjálsum vilja hvers og eins til að fremja afbrot eða sleppa því. Ef viðkomandi velur afbrotið er hann um leið að velja refsinguna. Hver og einn er fær um að taka ábyrgð á gjörðum sínum. Beccaria.
Pósitíviski skólinn
  • Pósitívíski skólinn: Gengur út frá því að atferli einstaklingsins ráðist af öflum sem hann ræður ekki við. Það er ekki svo einfalt að velja og hafna. Umhverfið, félagslegt og efnahagslegt, hefur áhrif á einstaklinginn. Líffræðilegir gallar geta líka átt þátt í að ýta undir afbrotahegðun.
Fæling
  • Hugmynd klassíska skólans um að refsingin eigi að vera í réttu hlutfalli við glæpinn (Beccaria). Refsingin á að fæla fólk frá því að fremja brot.
Nytsemdahyggja (utilitarianism)
  • Beccaria byggði á hugmyndum nytsemdahyggjunnar (John Stuart Mill). Ef enginn kemst að því að ég stel, græði ég. En ef það eru góðar líkur á því að ég náist og þurfi að borga háa sekt er það ekki þess virði.
Nýklassíski skólinn
  • Gerir greinarmun á þeim sem eru sakhæfir og ósakhæfir, t.d. vegna aldurs og heilsu (andlegrar og líkamlegrar).
Síbrotamenn (high risk offenders)
  • Brotamenn með háa ítrekunartíðni. Klassíski skólinn vill endilega loka þá alla inni það sem eftir er, þeim er ekki viðbjargandi. (three strikes rule í usa).
Pósitívismi
  • Forsenda hans er að líf okkar eigi sér náttúrulegar skýringar, stýrt af öflum sem við ráðum ekki fyllilega við. Við höfum ekki fulla stjórn og því í raun ekki frjálst val.
Líffræðilegur pósitívismi (social ecology)
  • Erfðafræðilega gölluð eintök geta ekki annað en framið afbrot. Sumir eru bara svo gallaðir ;)
Born Criminal
  • Lombroso var harður á því að sumir fæðist krimmar. Frummenn sem þróunarkenningin hafði ekki náð að þurrka út, ættu ekki einu sinni að hafa fæðst. Greyin.
Móralskur veruleiki.
  • Veruleiki þeirra sem mann fram af manni hafa búið við vesöld og óreglu. Þannig verða gölluðu eintökin til. Svekkjandi.