4. kafli - skynjun

Glósur úr 4. kafla í bókinni psychology and life

23 cards   |   Total Attempts: 183
  

Related Flashcards

Cards In This Set

Front Back
Hver eru þrjú stig skynjunar?
Skynhrif
Samþætting hluta
Flokkun
Skynhrif
•Umbreyting skynkerfa á ytra áreiti yfir í taugaboð
Skynhrif er í rauninni að ytri áreiti eins og ljós og hljóð er breytt yfir í taugaboð, skynkerfi eru t.d. Augu, eyru og húð o.s.frv. Líffærin umbreyta áhrifunum yfir í taugaboð
Samþætting upplýsinga
•Táknmynd af þeim hlut sem er skynjaður er mynduð
Lögun, stærð, hreyfing. Fjarlægð... Abstract mynd - vitum í rauninni ekkert hvað þetta er á þessu stigi - ekki búið að gefa hlutnum merkingu
Flokkun hluta
Hluturinn fær merkingu
Þarna fær hluturinn merkingu, komið í ljós hvort þetta er bolti, stóll, epli, Hvað geriri maður við þetta... Ekki bara lífeðlisfræði heldur líka hugarferli, fyrri reynsla og þekking sem gefa táknmyndinni merkingu. Minningar og skoðanir koma þarna inní líka.
Nærreiti
•Myndin sem fellur á nethimnu augans • Tvívíð

Myndin og upplýsingarnar sem berast á nethimnu augans þær eru ekki það sama og við sjáum ... Bara mynd af lögun, lit og stærð, ekki í þrívídd. Er lika á hvolfi... Nærreitið er bara myndin sem fellur á nethimnu augans. Skynjunin felst í því að búa til mynd úr því sem fellur á augað og síðan að gefa henni merkingu Endanlega myndin byggist að hluta til á ályktunum. Fyrri reynsla og minni bæta við upplýsingum sem gefa mydninni merkingu.
Fjarreiti
•Ytra áreitið sem við skynjum •Í þrívídd

Ytra áreiti sem við skynjum köllum við farreiti. Ekki myndin sem við sjáum endanlega heldur bara áreiti sjálft. Það er í þrívídd. Myndin sjálf sem fellur á nethimnuna er í tvívídd en ytra áreitið er í þrívídd.
SKynvillur
Segja okkur ýmislegt um skynjunarferlið, skiptast í tvíræðni og skynvillur
Tvíræðni
•Ytra áreiti er túlkað á fleiri en eina vegu

Við fáum nákvæma mynd á hugarferlið oft eru villur í myndinni... Annarsvegar er ytra áreitið túlkað á fleiri en eina vegu (tvíræðni) Í tvíræðni kemur villan fram í samþættingunni og flokkuninni,
Skynvillur
•Ytra áreiti er túlkað á ‘rangan’ hátt
Hverju lýsir skynfræði?
•Lýsir sambandi efnilegs áreitis og sálfræðilegrar upplifunar •Hvernig á að mæla skynjun
Svarhneigð
Kerfisbundin tilhneiging einstaklings við að bregðast við áreiti á tiltekinn hátt, en vegna annarra þátta en skynjunar
Svarhneigð hefur áhrif á það hvort við segjumst skynja áreitið eða ekki.
Kenning um greiningu merkja
•Skoðar hvernig fólk dæmir hvort áreiti er til staðar eða ekki •Áhersla lögð á ákvarðanatökuna hjá einstaklingnum
Afstæð skynmörk (difference threshold)
Minnsti greinanlegi munur milli tveggja áreita
Mælieiningin kallast minnsti merkjanlegi munur.
Webers lögmálið (webers law)
Því stærri sem einingin er því meiri mun þarf á milli tveggja áreita til að fólk greini muninn
Orkubreyting
Þegar einni tegund af orku er breytt í aðra - forsenda þess að við getum lagt merkingu í hluti og skilið þá.